Áferðarflotun og lökkun

Áferðarflotun og lökkun veitir einstakt útlit sem er sérsniðið að lögun og áferð hvers gólfefnis.

Áferðarflotun og lökkun gefur gólfinu einstakt útlit og eru engin gólf eins. Endanlegt útlit gólfs ræðst af tegund, hvernig flotið er lagt, hitastigi og raka. Ef um ílögn er að ræða þarf að tryggja að hún hafi nægan innri styrk til að ætlaður árangur náist.