1500 Gólf
Þriggja þátta Epoxy gólfefni lagt í 2-3 mm þykkt, hentar til endurnýjunar eða kverkahönnunar.
1500 GÓLF er þriggja þátta Epoxy fjölliðuefni sem lagt er 2-3mm þykkt. 1500 Gólf er lagt úr lituðu Epoxy bindiefni og ólituðum sandi. Hægt að leggja í kverkar sem húlkíl og einnig yfir önnur fjölliðuefni til endurnýjunar.
1500 GÓLF er milli gróft þriggja þátta epoxy fjölliðuefni sem hentar vel þar sem gólf eru undir álagi. Gólfið er 2-3mm þykkt og það er lagt samskeytalaust á golf. 1500 Gólf hefur gott slit og efnaþol. Það samanstendur af glæru og einlitu bindiefni og ólituðum kvarssandi.
1500 GÓLF er samsett af eftirfarandi þáttum:
- Tveggja þátta epoxy grunnur sem ætlaður er fyrir undirlag sem hefur verið demantsslípað eða blasttrac hreinsað.
- Epoxy lakki sem er glært og einlitu bindiefni til að binda kvartssand og til að fylla gólfið.
- Kvartssandur sem fyllefni, en kornastærð þess ræður til um grófleika áferðar.
1500 gólfefni er hægt að leggja í kverkar sem húlkíl.
Efnin eru lyktarlítil og menga ekki matvæli, hvorki við lögn né eftir lögn. Mikilvægt er að hafa í huga að loka árangur varðandi áferð fer að verulegu leyti eftir hve slétt og gott undirlagið er. Bent skal á að loka árangur varðandi áferð fer að verulegu leyti eftir hve slétt og gott undirlagið er.
Hörðnunartími miðað við 18-20 C:
- Gangandi umferð: 24 klst
- Fullt álag: 5-7 dagar