500 Gólf
Þriggja þátta Epoxy gólfefni sem hentar vel fyrir álagsgólf með samskeytalausri áferð.
500 GÓLF er þriggja þátta epoxy fjölliðuefni sem hentar vel þar sem gólf er undir álagi. Þykktin er 3-4mm og það er lagt samskeytalaust á gólf og veggi. Efnið hefur gott slit og efnaþol. Það samanstendur af glæru og einlitu bindiefni og kvarssandi.
500 GÓLF er með góðan styrkleika sem hentar vel þar sem álag er mikið t.d. í vörumóttöku og á lagerrýmum. Það er ódýrt og auðvelt að er endurnýja það með nýrri epoxy kápu eftir einhver ár. (fríska uppá.) Endurnýjun 500 gólfa eða hluta þeirra getur verið gríðarlegur kostur þar sem að það á við t.d. í vörumóttökum ofl, aðgerðin byggist á að demantsslípa yfirlag og leggja nýja epoxy kápu yfir flötin.
500 GÓLF samanstendur af eftirfarandi:
- Tveggja þátta epoxy grunnur, ætlaður er fyrir undirlag sem hefur verið demantsslípað eða blastrac hreinsað.
- Epoxy bindiefni / kvartsmassa.
- Epoxy bindiefni sem er glært og og litapöstu.
500 gólfefni er hægt að leggja í kverkar sem húlkíl. Efnin eru lyktarlítil og menga ekki matvæli, hvorki við lögn né eftir lögn. Bent skal á að loka árangur varðandi áferð fer að verulegu leyti eftir hve slétt og gott undirlagið er.
Gólfefnið er fáanlegt í stöðluðum RAL litum 7042- 6021- 5014 og 3009 en einnig er hægt að sérpanta RAL liti.
Hörðnunartími miðað við 18-20 C:
- Gangandi umferð: 24 klst
- Fullt álag: 5-7 dagar.