5000 Gólf
Mikið slit- og álagsþolið gólfefni lagt í 4 mm þykkt með harðgerðu áloxíð fylliefni.
5000 GÓLF er þriggja þátta Epoxy fjölliðuefni sem lagt er 4 mm þykkt. Það samanstendur af lituðu leysiefnalausu Epoxy bindiefni og ýmist kvartssandi eða áloxíð fylliefnum. Áloxíð (Dynagrip) er með hörkuna 9 á Mohe scala, næst á eftir demanti að hörku.
5000 GÓLF er hægt að leggja í kverkar sem húlkíl.
5000 GÓLF er gróft þriggja þátta epoxy fjölliðuefni sem hentar vel þar sem gólf eru undir miklu álagi . Gólfið er 4mm þykkt með mikið slit og höggþol og það er lagt samskeytalaust á gólf. Það samanstendur af glæru og einlitu bindiefni og ólituðum kvarssandi.
5000 GÓLF er samsett af eftirfarandi þáttum:
- Tveggja þátta epoxy grunnur sem ætlaður er fyrir undirlag sem hefur verið demantsslípað eða blasttrac hreinsað.
- Epoxy lakki sem er glært og einlitu bindiefni til að binda kvartssand og til að fylla gólfið.
- Kvartssandur sem fyllefni, en kornastærð þess ræður til um grófleika áferðar.
5000 gólfefni er hægt að leggja í kverkar sem húlkíl. Efnin eru lyktarlítil og menga ekki matvæli, hvorki við lögn né eftir lögn. Mikilvægt er að hafa í huga að loka árangur varðandi áferð fer að verulegu leyti eftir hve slétt og gott undirlagið er. Bent skal á að loka árangur varðandi áferð fer að verulegu leyti eftir hve slétt og gott undirlagið er.
Hörðnunartími miðað við 18-20 C:
- Gangandi umferð: 24 klst
- Fullt álag: 5-7 dagar.